Um mig

Um mig

Ljósmóðir og næringarráðgjafi

Þegar að ég var að alast upp á Íslandi, á áttunda áratugnum og var svo lánsöm að alast upp á meira og minna lífrænu fæði. Ferskur fiskur úr Atlantshafinu og lambakjöt af kindum sem hlupu um fjöll og firnindi voru reglulega á boðstólnum. Framboð á grænmeti og ávextum var árstíðarbundið og laust við öll eiturefni. Við lékum okkur úti allan daginn, stálum rabarbara frá nágrannanum (ég man vel eftir súrsæta bragðinu) sem við gúffuðum í okkur til að losa okkur við sönnunargögnin. Á sumrin fór ég í skólagarðana og lærði þar að rækta kartöflur, kál, blómkál, radísur og margt fleira. Á haustin fórum við í berjamó og borðuðum þar til munnurinn varð blár. Sjónvarpið var einungis á kvöldin fyrir fullorðna fólkið og ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og allan júlímánuð. Oreo kex, Doritos og þessháttar var ekki til og er ég lít til baka er ég þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp við þessar hreinu matarvenjur.

Ef ég ber æsku mína saman við æsku barnanna minna er ljóst að mun auðveldara var að borða hollan mat í þá daga. Í dag getur það verið ansi erfitt og þar sem offita barna, sykursýki og sjálfsofnæmissjúkdómar eru sífellt að aukast, eykst um leið hjá mér löngun til að hjálpa til við að bæta ástandið. Vissir þú að í sumum löndum er meðalaldur fólks að lækka? Það þýðir að í þeim löndum eru börn að fæðast í dag sem munu líklega eiga styttri ævi heldur en foreldrar þeirra og má þar kenna lífstíl þeirra um. Þetta er hræðilega sorgleg staðreynd.

Því miður tókst mér ekki að halda mig við hollustuna eftir því sem ég eltist. Unglingsárin komu og yfir Ísland kom holskefla af allskonar sykurvörum, kexi og morgunkorni eins og Lucky Charms, Trix og fleira. Ég datt í sykurinn og útkoman var mjög slæmar unglingabólur, tannskemmdir, ristilkrampar, blöðrur á eggjastokkum, tíð kvef og aðrar pestir.

Á tvítugsaldri var ég að læra hjarta- og lungnaþjálfun í háskóla í Texas í Bandaríkjunum. Hjá mér gekk allt út á að vera grönn og borða allan þann fitu- og sykurlausa mat sem ég komst í. Ég vildi óska þess að ég hefði vitað þá hversu mikið af óþverra ég var að raða í mig. Á þessum tíma var ég grænmetisæta sem borðaði reyndar ekki grænmeti! Einhvern veginn tókst mér samt ekki að sjá tengslin á milli slæmrar húðar, ristilkrampa, mígrenis og matarvenja minna þar sem ég var nú einu sinni grænmetisæta sem lifði á fitu- og sykurlausum mat!

Eftir að ég kynntist þýskum eiginmanni mínum og var komin með BS gráðu í hjarta og lungnatækni, fluttum við til Þýskalands þar sem ég síðar lærði til ljósmóður. Loksins var ég búin að finna minn stað. Fyrir mér er ljósmóðursstarfið köllun, ég elska starfið mitt og finnst það vera forréttindi að fá að hjálpa konum í gegnum meðgöngu, fæðingu og að koma undir sig fótunum eftir það ferli.

Persónulega var ég samt ennþá að berjast við að ná góðri heilsu. Á fyrstu meðgöngu minni var ég mjög  slæm í húðinni, meltingin var ömurleg og höfuðverkirnir voru stundum að ganga frá mér. Fallega yndislega dóttir mín fæddist andvana á 33 viku og það sem mér datt ekki til hugar að gæti gerst hafði gerst. Þó svo að ég hafi lært að lifa með þessu 18 árum síðar er þessi missir enn svo sár.

Ég varð svo lánsöm að verða fljótt aftur þunguð en sú meðganga var einnig erfið. Þar sem þetta flokkaðist sem áhættumeðganga var sérstaklega skimað fyrir meðgöngusykursýki en það var ekki venjan í Þýskalandi á þessum tíma. Ég fékk meðgöngusykursýki á þessari áhættumeðgöngu, tíðar blæðingar og fór af stað á 35 viku og endaði í keisa
ra. Sonur okkar fæddist hraustur sem er auðvitað allt sem skiptir máli. Tveimur árum seinna fæddist okkur svo annar sonur sem ég var svo heppin að geta fætt án erfiðleika.

Vinna mannsins míns varð til þess að við fluttum til New Mexico í Bandaríkjunum. Þar sem ég  sem kenndi barnshafandi konum allt sem viðkemur fæðingu og heimsótti þær til að aðstoða þær eftir fæðingu og kenndi leikfimi fyrir nýbakaðar mæðu.  Áhugi minn á heilbrigðu líferni jókst og ég helgaði mig að því að læra allt sem viðkemur næringu og gjörbreytti lífstíl mínum. Ég hætti að drekka gos, minnkaði sykurneyslu og unninn mat, en það sem mikilvægara er, ég fór að borða ferskan lífrænt ræktaðan mat svipað matnum sem ég borðaði í æsku. Afleiðingarnar voru ótrúlegar, bólurnar hurfu, sem og ristilkramparnir og mígreniköstin, kílóin hrundu án nokkurrar fyrirhafnar en það sem var magnaðast var að ég varð aftur þunguð. Þar sem ég var komin yfir fertugt og miðað við fyrri sögu mína hefði þessi meðgana getið orðið hrein hörmung. Í raun reyndist þetta vera mín auðveldasta meðganga, í þetta skipti var engin meðgöngusykursýki eða blæðingar og ekki fór ég af stað fyrir tímann. Mér hafði aldrei liðið betur og var hraustari en nokkru sinni fyrr. Ég fæddi hraustan og yndislegan dreng án vandkvæða.
Eins og er búum við fjölskyldan á Spáni og ég er loksins komin með gráðu í næringarráðgjöf. Með þessa menntun á bakinu, reynslu (bæði persónulega sem og faglega) finnst mér stórkostlegt að hjálpa konum að finna sinn innri styrk og ánægju á meðgöngu. Það eru forréttindi að fá að aðstoða konu við að eiga hrausta og góða meðgöngu og að búa hana undir fæðingu og  fyrstu mánuði þar eftir. Það er bæði ástríða mín sem og heiður að fá að aðstoða konur í gegnum þetta stórkostlega ferli.

© Copyright 2017 - Asthildur Huber. Asthildur Huber. 1997 Bachelor of Science in Respiratory Therapy University of Texas Health Science Center at San Antonio. 2008 Midwife, Hebammenschule Augsburg Germany. 2012 Doula DAME doulas of New Mexico. 2017 Nutrition Conselour ILS Hamburg Germany.