Single Blog

Hollt og gott „bland í poka“ fyrir verðandi mæður

Hollt nammi gott fyrir verðandi mæður

Á meðgöngu verða konur oft þreyttar, slappar, svangar og vantar stundum smá orkubita á milli mála. þá er oft auðvelt að grípa í sætindi eins og súkkulaði eða múslístöng (sem er oft með svo miklum sykri að það flokkast undir sælgæti en ekki hollustu) og annað sykurríkt og trefjalítið nammi. Afraksturinn er of hár blóðsykur og þar afleiðandi fer insúlín framleiðslan í botn, eftir stuttan tíma er orkan öll, þú verður aftur þreytt og langar í meira nammi. Næringin sem líkaminn þinn fékk út úr þessu er lítil sem engin og sætindi leggja líka mikið á meltingarkerfið sem að oft leiðir til hægðatregðu.

það er mjög auðvelt að að setja saman þitt eigið “ bland í poka“ sem að er gott á bragðið og gott fyrir þig og litla barnið þitt. Blanda sem að gefur líkamanum nauðsynleg vítmín, steinefni, omega 3 fitusýrur, trefjar og meir.

Hér er bara eitt dæmi um hollt og gott bland í poka. 

Gojiber: Trefjarík, halda blóðsykrinum stöðugum, rík af vítamíni A og C, innihalda mikið járn sem að er mikilvægt á meðgöngu, of lítið járn á meðgöngu getur meðal annars leitt til þess að konur fæða fyrir tímann og getur líka leitt til þunglyndis eftir barnsburð.
Mulberries(móber): Eru sérstaklega rík af vítamín C 100gr geta gefið allt að 190% af ráðlegum dagsskammti. Innihalda einnig mikið prótein, járn og kalsíum.
Möndlur: Innihalda mikið magn af magnesíum (mikilvægt á meðgöngu kemur m.a. í veg fyrir krampa í fæti og hægðatregðu). Möndlur geta líka komið í veg fyrir brjóstsviða þar sem að þær milda magasýruna.
Valhnetur: Veita mikið magn af folate (náttúruleg fólinsýra) og omega 3 fitusýrur sem bæði er mjög mikilvægt á meðgöngu. Innihalda einnig mikið biótin sem er gott fyrir heilbrigða húð, hár og neglur.
Heslihnetur: Vítamín B6 (sérstaklega mikilvægt fyrir taugakerfið, skortur getur m.a. leitt til þunglyndis og kvíða) magnesíum og járn.

http://www.health.harvard.edu/blog/eating-nuts-linked-to-healthier-longer-life-201311206893

Það þarf ekki endilega að vera þessi blanda, þú getur notað þínar uppáhalds hnetur og þurrkuðu ber eða ávexti. þú getur líka kryddað með smá kanel og blandað dökku súkkulaði (70% eða hærra) með.

Næst þegar að þessi týpíska titrandi hungur tilfinning kemur yfir þig, og þú verður að borða eitthvað NÙNA STRAX, vertu viðbúin og í staðinn fyrir að gúffa í þig næsta kleinuhring eða súkkulaði sem að skýtur upp blóðsykrinum og stíflar þarmana. Afleiðingin er oft pirringur, hægðartregða og þörf í meiri nammi.
Fáðu þér frekar þitt eigið heimatilbúið bland í poka sem veitir þér nauðsynleg vítamín, steinefni, trefjar (auðveldar að kúka) og getur komið í veg fyrir brjóstsviða og fóta krampa.
Er þetta nokkuð spurning?

Bestu óskir um hamingjusama og heilbrigða meðgöngu
Ykkar
Ásthildur #midwifenutritionist

Comments (0)

Post a Comment

© Copyright 2017 - Asthildur Huber. Asthildur Huber. 1997 Bachelor of Science in Respiratory Therapy University of Texas Health Science Center at San Antonio. 2008 Midwife, Hebammenschule Augsburg Germany. 2012 Doula DAME doulas of New Mexico. 2017 Nutrition Conselour ILS Hamburg Germany.