Single Blog

Hollar Sunnudagsskonsur

Er það satt að ég þurfi að borða fyrir tvo þegar ég er ólétt?
Hmmmm……….eiginlega…………….en samt nei!

Málið er að konur þurfa ekki meira en um 300 kaloríur aukalega á dag á meðgöngu, en þær þurfa hlutfallslega miklu meiri næringu, sem þýðir meiri vítamín, steinefni, omega 3 fitusýrur, prótín, folate (óunnin fólinsýra) kólín og önnur næringarefni sem að við getum fengið úr matvælum.
Svo hvað er best að gera? Meðgönguvítamín eru auðveldasta lausnin og nauðsynleg á meðgöngu. Ég mæli með því að þú rannsakir vel hvaða fjölvítamín er best fyrir þig á meðgöngunni. Matur er líka mikilvægur og það er ekki gott að treysta einungis á vítamínin. Það að vera ólétt er ein besta ástæðan til að taka sig á í mataræðinu og breyta um lífstíl til hins betra. Með betra mataræði getur þú komið í veg fyrir ýmsa meðgöngukvilla og haft langtíma áhrif á heilsu barnsins þíns. Með bættum lífstíl getur þú gefið barninu þínu réttu byrjunina á lífinu fyrir lífstíð.

Í stað þess að hugsa um hversu margar kaloríur þú borðar, er mun betra að velja „gæðakaloríur“ sem að gera þér og litla barninu þínu gott.

Mig langar að segja þér aðeins um choline / kólín sem að er mjög mikilvægt næringarefni á meðgöngu. Rannsóknir hafa sýnt að kólín er jafn mikilvægt til að koma í veg fyrir fæðingar galla eins og fólínsýra.
Kólín eykur líka virkni fylgjunnar og er eitt af mikilvægum efnum til að koma í veg fyrir pre-eclampsia/meðgöngu eitrun.
Auk þess getur kólín haft mjög jákvæð áhrif á barnið andlega, vegna þess að aukið magn af kólín veldur því Cortisol (stress hormóni) lækkar í blóði barnsins sem að leiðir til þess að barnið getur betur tekist á við streituvalda. Þessi áhrif geta haldist í mörg ár.http://www.news.cornell.edu/stories/2012/05/prenatal-choline-can-ease-babys-stress

Því miður er ekki alltaf kólín í öllum vítamínum sem eru ætluð verðandi mæðrum og ég ráðlegg þér eindregið að taka inn vítamín sem inniheldur kólín. Ráðlagður dagskammtur fyrir konur á meðgöngu er 450 mg og á meðan þú ert með barnið þitt á brjósti 550 mg.
Egg innihalda töluvert magn af kólíni. Áður fyrr í sumum þjóðflokkum var þunguðum konum oft ráðlagt að borða 5-7 egg á dag (ég er ekki að mæla með því hér, en það er samt umhugsanvert). Kólínið er í eggjarauðinni en ekki í hvítunni, þannig að það er mikilvægt að þú borðir eggjarauðuna. Það skiptir líka miklu máli hvaðan eggin þín koma, reyndu að kaupa alltaf egg sem koma frá hænum sem fá að hreyfa sig frjálsar, og borða lífrænt fóður.

Hér kemur svo ein einföld uppskrift af hollum og bragðgóðum skonsum, sem að geta aukið upptöku þína af bæði kólíni og fólínsýru úr mat.

Fyrsta skref:
Í matvinnsluvél blandar þú saman eftirfarandi:

2 bollar af höfrum (innihalda m.a. járn og trefjar)
2 bollar af valhnetum (innihalda m.a. vítamín B6,B9 Folate, og omega 3 fitursýrur)
2 teskeiðar kanil (virkar bólgueyðandi og hjálpar til við jafnvægi blóðsykurs)
1 teskeið vínsteins lyftiduft
Öllu þessu er blandað saman í stóra skál

Annað skref:
Í matvinnsluvélinni blandar þú saman:

4 eggjum (gott magn af kólíni)
3-4 bananar eftir stærð (innihalda m.a. vítamín B6 og potassíum)
Hrært vel saman

Svo blandast þurrefnin saman við eggin og bananana. Gott er að leyfa deiginu að standa í smá tíma.

Steikist í kókósolíu.

Hér er listi af fleiri matvælum sem innihalda töluvert magn af kólíni:
100g Nautalifur 360 mg *
1 bolli hveitikím 200 mg*
1 Egg 147 mg*
100g Lax 75 mg*
100g Kjúklingabringa 73mg*
1 bolli Brokkólí 63mg*
*áætlað magn.

Meðganga er einn mikilvægasti tími í lífs þíns, að borða vel á þessum tíma er einstaklega áríðandi og getur hjálpað barni þínu um ókomin ár.

Bestu óskir um hamingjusama og heilbrigða meðgöngu
Ásthildur
#midwifenutritionist

Comments (0)

Post a Comment

© Copyright 2017 - Asthildur Huber. Asthildur Huber. 1997 Bachelor of Science in Respiratory Therapy University of Texas Health Science Center at San Antonio. 2008 Midwife, Hebammenschule Augsburg Germany. 2012 Doula DAME doulas of New Mexico. 2017 Nutrition Conselour ILS Hamburg Germany.