Velkomin og til hamingju með það að vera barnshafandi!
Hvort sem þetta er þín fyrsta, önnur eða jafnvel fimmta meðganga, munt þú nú hefja nýjan kafla í þínu lífi. Konur í dag eru oft of mikið upplýstar og sérstaklega á meðgöngu rignir yfir okkur allskonar upplýsingum. Á netinu eru hinar og þessar greinar og auk þess eru fjölskylda okkar og vinir oft ansi duglegir að ráðleggja okkur um hitt og þetta. Yfirleitt stangast þetta flest saman og á endanum er maður orðinn alveg ringlaður og veit ekkert hverju maður á að trúa.
Staðreyndin er sú að það er ekkert sem passar við okkur allar þegar meðganga og fæðing eiga í hlut. Hver þunguð kona er einstök og gengur í gegnum sína meðgöngu á sinn hátt. Þunguð kona þarf einstaklingsbundnar leiðbeiningar og því miður duga yfirleitt ekki 15 mínútur í mæðraskoðun á nokkra vikna fresti til þess.
Sem ljósmóðir og næringarráðgjafi get hjálpað þér með vikulegum netfundum. Við tölum saman á meðan að þú situr heima hjá þér í rólegheitum og í gegnum tölvuna get ég leiðbeint þér í gegnum þennan dásamlega tíma í þínu lífi.
Það sem ég geri er:
-Ég mun hjálpa þér að fínstilla heilsu þína og barnsins með persónulegum næringarmatseðli. Við tökum mið af óskum þínum og venjum og gerum áætlun sem hentar þér. Með réttri næringu og vítamínum stígur eitt stærsta skrefið í að gefa barninu þínu bestu gjöfina, góða heilsu frá byrjun. Þú munt einnig taka heilsu þína í þínar eigin hendur og minnka líkur á þungunartengdum sjúkdómum eins og meðgöngusykursýki, meðgöngueitrun og þess háttar.
-Ég mun hjálpa þér að búa til æfingaáætlun sem er sérhönnuð fyrir þig. Ég tek mið út frá því líkamlega formi sem þú ert í og hjálpa þér að halda þér í góðu formi á meðgöngunni og undirbúa þig fyrir fæðingu.
-Ég sem ljósmóðir mun ráðleggja þér vikulega og svara hverjum þeim spurningum sem upp geta komið varðandi meðgönguna og fæðinguna sem framundan er.
-Ég hjálpa þér að finna náttúrulegar lausnir á því sem getur verið að hrjá þig á meðgöngunni eins og ógleði, brjóstsviði, hægðartregða og fleira.
-Ég mun hjálpa þér ef þú hefur misst fóstur eða barn á fyrri meðgöngu. Meðganga eftir fósturmissi eða fæðingu andvana barns getur verið sérstaklega erfið. Það eykur oft streituna á meðgöngunni og getur verið erfitt að meðhöndla slíkt en ég hef mikla reynslu af slíku og get hjálpað.
-Ég mun hjálpa þér ef meðganga þín flokkast undir áhættumeðgöngu og/eða ef þú áætlar fæðingu eftir keisaraskurð.
Þar sem þónokkur aukning er í fæðinga- og meðgöngu fylgikvillum, er þeim mun mikilvægara að hafa stjórn á eigin heilsu. Taktu stjórn á meðgöngu þinni og heilsu og bókaðu tíma í dag. Ég hlakka til að hitta þig.